Dagskrá

Laugardagur 8. október

Kl. 9.30-16.00

Sunnudagur 9. október

Kl. 9.30-16.00

RÆKTUN FRAMTÍÐARHÚSA

RÆKTUN FRAMTÍÐARHÚSA

Á vinnustofunni verður boðið upp á fræðilegt og hagnýtt efni, farið yfir undirstöðuatriði hampsteypu, notkunarmöguleika hennar og hversu umhverfisvæn hún er. Sýnd verða dæmi um byggingar úr hampsteypu og rætt verður um framtíðarmöguleika iðnaðarhamps á Íslandi.

Hægt verður að bera saman íslenskan og evrópskan hamp, sýnt verður hvernig blanda á hampsteypu og lagt í mót fyrir vegg.

Nánari upplýsingar munu berast þegar nær dregur.